Velkomin á ráðningavef Íslenska gámafélagsins

  Hjá Íslenska gámafélaginu starfa um 250 manns víða um land en fyrirtækið býður viðskiptavinum sínum upp á heildarlausnir á sviði umhverfisþjónustu. Íslenska gámafélagið er með umhverfis- og gæðavottun ISO 14001 og ISO 9001. Vélamiðstöðin er rekin af Íslenska gámafélaginu og sérhæfir sig í leigu sérútbúinna bifreiða og metanbreytingum. Mannauðsstefna fyrirtækisins sækir stuðning í heimspeki fisksins, Fish Philosophy, sem lýsir vilja fyrirtækisins til að vera framúrskarandi vinnustaður, þar sem metnaðarfullt starf er unnið af jákvæðu, sam­stilltu og ábyrgu fólki í anda jafnræðis. Mannauðsstefnunni er ætlað að tryggja starfsmönnum sem best starfsskilyrði og möguleika til að vaxa og dafna í starfi


  Ráðningarferli Íslenska gámafélagsins felst í því að umsóknir eru metnar og hæfum umsækjendum er boðið í viðtal. Síðan leitum við umsagna hjá a.m.k. tveimur umsagnaraðilum sem umsækjandi gefur upp.


  Umsóknum um auglýst störf er svarað sérstaklega þegar ráðningu í starfið er lokið.

Vissir þú?

Það er hluti af menningu Íslenska gámafélagsins að við berum virðingu fyrir því að við erum ólík, við einbeitum okkur að styrkleikum okkar, höfum húmor fyrir veikleikunum og við höfum rétt á því að vera við sjálf. Það að við erum ólíkir einstaklingar gerir okkur að enn sterkari liðsheild, sérstaklega þegar að við áttum okkur á því að upphefja styrkleikana hvert hjá öðru í stað þess að einblína á veikleikana.

right content
 • Íslenska gámafélagið
 • Gufunesvegi
 • 112 Reykjavík
 • Sími: 577 5757
 • Fax: 577 5758
 • gamur@gamur.is